Ferðaþjónustan Tangahúsiðo á Borðeyri

Hér getur þú spurst fyrir um gistingu, aflað upplýsinga um verð og aðbúnað, skoðað myndir, lesið þér til um náttúrufar staðarins og kynnst sögu Tangahúss og Borðeyrar í leiðinni.

Borðeyri

Borðeyri er lítið og vinalegt þorp, eitt það minnsta á Íslandi. Það stendur við Hrútafjörð, Strandasýslumegin og tilheyrir sveitarfélaginu Húnaþingi vestra.

N1 Staðarskáli

Frá N1 Staðarskála eru einungis tæplega 8 kílómetrar út að Borðeyri (bundið slitlag).Athugið að vegurinn út að Borðeyri og áfram norður Strandir hefur bæði fengið nýtt heiti og vegnúmer.  Nýja nafnið er Innstrandavegur (áður Djúpvegur) og nýtt vegnúmer er 68 (áður 62).

Aðrar helstu leiðir í kílómetrum:

  • Borðeyri - Reykjavík  170 km.  Borðeyri - Akureyri   241 km.
  • Borðeyri - Hólmavík 104 km.   Borðeyri - Ísafjörður  286 km.Borðeyri - Borgarnes  96 km.   Ath. allar helstu leiðir má finna á vef vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/  

Ágrip af sögu

Borðeyrar er fyrst getið í Vatnsdælu.  Þar er sagt frá því að Ingimundur gamli landnámsmaður að Hofi í Vatnsdal hafi gefið staðnum nafn.  Saga Borðeyrar er merkileg fyrir margra hluta sakir. Verslun er snar þáttur í sögu staðarins, sauðaútflutningur var stundaður þaðan, Vesturfarar fóru margir hverjir í skip frá Borðeyri, fullkomin símstöð var rekin þar frá 1908-1950, breski herinn hafði aðsetur í þorpinu á stríðsárunum og svo má áfram telja. 

Hverfum fram til dagsins í dag.  Eigendur Ferðaþjónustunnar Tangahúsi á Borðeyri bjóða þig velkomin(n).  Það að gista og dvelja í einu minnsta þorpi á Íslandi, sem á sér þó merka sögu gerir ferðina eftirminnilega.  Á Borðeyri er hægt að njóta náttúrunnar í hvívetna.  Staðsetning Tangahúss er sérstaða þess.  Það stendur svo til í fjöruborðinu og með slíka nálægð við dýralíf fjöru og sjávar er alltaf eitthvað spennandi að gerast.  Friðsemd og kyrrð ríkir og  og hið nýja hugtak "hægur ferðamáti" (e: slow travel) á vel við á þessum stað.  Engir umferðarhnútar á götum og nóg af súrefnisríku lofti til að anda að sér.  Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur þess vinna að því að fá umhverfisvottun. 

Í boði er:  uppbúin rúm, svefnpokapláss, barnarúm, mjög gott gestaeldhús búið öllum helstu tækjum, setustofa,  sjónvarp,nettenging, góður bókakostur, sturtur, þvottavél/þurrkari, hjólageymsla og góð aðstaða til fuglaskoðunar.

Það verður vel tekið á móti þér.

Með kveðju. 
Ásdís og Ingibjörg Rósa gestgjafar í Tangahúsi.

Takk fyrir að heimsækja heimasíðu Ferðaþjónustunnar Tangahúsi Borðeyri.